Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.133 milljörðum króna í lok janúar sl. Eign þeirra hafði þar með hækkað um 36 milljarða króna frá lokum desember, eða um 1,7%, samkvæmt nýjum Hagtölum Seðlabanka Íslands.

Útlán og verðbréfaeign hækkuðu um 40,8 milljarða milli mánaða. Þar af hækkaði innlend verðbréfaeign um 18,9 milljarða og nam því um 1.542 milljörðum. í lok janúar. Erlend verðbréfaeign hækkaði um 21,9 milljarða. eða 4,7% á milli mánaða og nam því um 492 milljörðum í lok janúar. Bankainnstæður lækkuðu um 5,8 milljarða og námu 152,3 milljörðum í lok janúar.

Á vef Seðlabankans er tekið fram að ekki liggur fyrir endanlegt uppgjör sjóðanna og því er um að ræða bráðabirgðatölur sem geta tekið breytingum. Breytingar verða gerðar eftir því sem endurskoðun lífeyrissjóðanna liggur fyrir.