Hrein eign lífeyrissjóða var 1.949 milljarðar króna í lok febrúar og hækkaði um 13,7 milljarða í mánuðinum eða um 0,7%.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Innlend verðbréfaeign sjóðanna hækkaði um 14,2 milljarða króna og nam rúmlega 1.374 milljörðum í lok mánaðarins. Erlend verðbréfaeign nam um 487 milljörðum króna í lok febrúar og hækkaði um rúma 6 milljarða frá fyrri mánuði. Sjóður og bankainnstæður lækkuðu hins vegar um rúma 7 milljarða.

Seðlabankinn tekur þó fram í tölum sínum að enn sé nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna.