Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris nam 2.055 milljörðum króna í lok október og er það 1,9% aukning á milli mánaða, samkvæmt hagtölum Seðlabankans. Hækkun á milli mánaða nemur 38,4 milljörðum króna.

Eignir lífeyrissjóðanna
Eignir lífeyrissjóðanna

Eignir lífeyrissjóðanna hafa aldrei verið meiri. Eignasafnið féll um 12% á milli mánaða í október 2008 þegar bankarnir fóru á hliðina og fóru eignir lífeyrissjóðanna þá niður í tæpa 1.554 milljarða króna. Í febrúar 2009 voru eignir lífeyrissjóðanna síðan komnar niður í 1.541 milljarð króna. Síðan þá hafa eignirnar aukist um rúm 33%.

Í hagtölunum kemur fram að innlend verðbréfaeign sjóðanna hafi hækkað um 24 milljarða en erlend eign um 17,6 milljarða. Sjóðir og bankainnstæður lækkuðu um 4 milljarða króna á sama tíma.