Eignir lífeyrissjóðanna hérlendis hafa vaxið um þriðjung að raunvirði frá árinu 2008. Þannig hafa eignir þeirra aldrei mælst meiri en í árslok 2014 þegar þær námu 2.925 milljörðum króna. Í árslok 2008 voru eignirnar metnar á 1.598 milljarða og höfðu þá rýrnað töluvert frá fyrra ári þegar þær námu 1.697 milljörðum króna. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Stærðarmunur er mikill milli sjóðanna og þannig halda tveir stærstu sjóðirnir á rúmlega 1.000 milljörðum.

Raunávöxtun þeirra nam 7,1% að meðaltali. Til samanburðar nam raunávöxtun þeirra árið á undan 5,3% að meðaltali. Sé litið fimm ár aftur í tímann hefur raunávöxtun sjóðanna að meðaltali verið 5,1%. Tíu ára meðaltalsávöxtun er hinsvegar 2,3% og þar ræður miklu það mikla högg sem kerfið tók á sig á árinu 2008.