Heildartap lífeyrissjóðanna frá falli bankanna til ársloka 2010 var um hundrað milljörðum krónum lægra en fram kemur í lífeyrissjóðaskýrslunni sem kom út fyrir helgi. Þetta kemur fram í umfjöllun Landssamtaka lífeyrissjóða sem segir muninn skýrast af ólíkum viðmiðum.

Samtökin benda á að í skýrslunni sé eignarýrnun lífeyrissjóðanna miðuð við janúar 2008 til loka árs 2010. Sé viðmiðunartíminn færður frá janúar og aftur til efnahagshrunsins haustið 2008 til ársloka 2010 þá lækkar eignarýrnunin um 95 milljarða. Við það fer hún úr tæpum 480 milljörðum króna í um 380 mlljarða.

Þá benda Landssamtökin á að fjarri sé að íslensku lífeyrissjóðirnir hafi verið þeir einu sem urðu fyrir áfalli í fjármálakreppunni. Allir lífeyrissjóðir innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hafi sömuleiðis orðið fyrir miklu tjóni og sé tap þeirra íslensku nálægt meðaltali þeirra.

Vefsíða Landssamtaka lífeyrissjóða