Íslensku lífeyrissjóðirnir eiga hátt í tvöfalt meiri eignir en önnur lönd að meðaltali innan OECD. Eignir lífeyrissjóðanna námu tæplega 129% af vergri landsframleiðslu á meðan meðaltalið í OECD var 72%. Þetta kemur fram á vef MBL í morgun og kemur fram í grein Björns Z. Ásgrímssonar, sérfræðings í áhættugreiningu hjá Fjármálaeftirlitinu, í tölublaði Fjármála, vefrits FME.

Ísland, Holland og Sviss eru einu löndin sem eru með hærra hlutfall en 100%.