Eigið fé Landsbankans, Arion banka og Íslandsbanka nam alls 433 milljörðum króna í lok fyrsta ársfjórðungs og hefur það vaxið um 17% frá miðju síðasta ári. Þetta kemur fram í fréttabréfi Greiningaþjónustu IFS.

Heildareignir nýju bankanna eru rétt rúm 20% af heildareignum hinna föllnu forvera þeirra í árslok 2007. Þrátt fyrir það er samanlagt eigið fé nýju bankanna um 62% af heildar eigin fé þeirra gömlu eins og það var talið vera í árslok 2007. Nýju bankarnir eru keyrðir áfram á mun hærri eiginfjárhlutföllum en þeir gömlu sem skýra þessar tölur.