Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.128 milljörðum króna í lok ágúst og hækkuðu um 4,1 milljarð í mánuðinum.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Innstæður Seðlabankanum hækkuðu um 5,3 milljarða króna og kröfur á lánastofnanir hækkuðu um 0,5 milljarða. Þá námu útlán og eignaleigusamningar 963 milljónum króna í lok mánaðarins og lækkuðu um 5,7 milljarða frá fyrra mánuði.

Markaðsverðbréf hækkuðu um 2,9 milljarða króna og aðrar eignir um 1,1 milljarð.

Loks námu skuldir lánafyrirtækja 1.098 milljörðum króna í lok ágúst og hækkuðu um 3,3 milljarða frá fyrra mánuði. Eigið fé nam 30,5 milljörðum króna og hækkaði um 842 milljónir í mánuðinum.

Nýjustu gögn eru bráðabirgðagögn sem kunna að verða uppfærð eftir því sem nákvæmara uppgjör liggur fyrir. Virði útlána og eignaleigusamninga er óljóst í kjölfar dóms Hæstaréttar. Hagtölur ýmissa lánafyrirtækja endurspegla einungis starfandi lánafyrirtæki.