Heildareignir Seðlabanka Íslands námu 782,5 milljörðum króna í lok október og lækkuðu um 12,3 milljarða í mánuðinum. Frá losun hafta í mars síðastliðinn hefur efnahagsreikningur Seðlabankans minnkað um tæplega 180 milljarða króna.

Innlendar eignir Seðlabankans halda áfram að lækka í október og námu 101,8 milljörðum króna og lækkuðu um 12,3 milljarða. Erlendar eignir (gjaldeyrisforiðinn) námu 680,7 milljörðum og lækkuðu um 8,6 milljarða.

Skuldir Seðlabankans námu 761,2 milljörðum í lok október og lækkuðu um 5,3 milljarða í mánuðinum. Innlendar skuldir námu 716,6 milljörðum og lækkuðu um 5,4 milljarða. Þar af voru seðlar og mynt 62,9 milljarðar og skuldir við innlendar fjármálastofnanir 467,9 milljarðar. Erlendar skuldir námu 44,6 milljörðum og hækkuðu um 99,2 milljónir í október.

Stofnfé og annað eigið fé Seðlabankans nam rúmlega 44 milljörðum í lok október.