© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Eignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða námu 302,2 milljörðum.kr. í lok júní og hækkuðu um 3,7 milljarða milli mánaða, samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands.

Sjóður og bankainnstæður hækkuðu um 2 milljarða króna í mánuðinum. Íbúðabréf lækkuðu um 2,6 milljarða króna, önnur ríkisbréf hækkuðu um 5,7 milljarða og fjárfestingar í innlánum lækkuðu um 2,4 milljarða. Innlend verðbréf nema 94,4% af heildareignum, sem eru að stærstum hluta ríkistryggð verðbréf.