Þó að Skúli Gunnar Sigfússon sé helst þekktur fyrir rekstur Subway staðanna hefur hann á síðustu árum verið að færa sig upp á skaftið í öðrum geirum. Til að mynda stendur til að opna hótel í Hafnarstræti 17 og 19 næsta vor sem hann segir vera mjög spennandi verkefni á besta stað í miðbænum. „Ég hef gríðarlega trú á miðbænum, að hann muni styrkjast og eflast á næstu árum og hef áhuga á hótelframkvæmdum í miðbænum," segir Skúli. Hann segist hafa áhuga á fleiri verkefnum í miðbænum, en vil þó ekki gefa upp á þessu stigi hvaða verkefni það eru.

Skúli á fasteignafélagið Sjöstjarnan ehf. sem er í eigu Leitis eignarhaldsfélags. Hann á alla hluti í félaginu, en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins á Sjöstjarnan fasteignir sem eru metnar á u.þ.b. 3,5 milljarða króna og er fyrirhuguð hótelbygging í Hafnarstræti ekki þar með talin.

Meðal annarra verkefna sem Skúli er með í gangi eru 25.000 tonna laxeldi og eldfjallasetur á Hvolsvelli.

Ítarlegt viðtal er við Skúla um Subway, fjárfestingar og fleira í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Minni spenna í uppgjöri Arnalds
  • Mörg samrunamál bíða úrlausnar
  • Bankaráð Seðlabankans tekur afstöðu um lögfræðikostnað Más Guðmundssonar í næstu viku
  • Allt getur gerst í Skotlandi
  • Íslensk tónlist er vinsæl meðal ferðamanna
  • Rafmagnsvespur verða skráningarskyldar
  • Framlög til vísinda og nýsköpunar aukin um 2,6 milljarða
  • Hrönn Sveinsdóttir hjá RIFF segir ekkert vit í því að bíða
  • Bandarísk fyrirtæki flýja land
  • Frí er ekki til í orðabók Viktoríu Jensdóttur hjá Skiptum
  • Óðinn fjallar um sjálfstætt Skotland og Ísland
  • Tý eru mótmæli gegn skattabreytingum hugleikin