Seðlabanki  Afganistan hefur fryst eignir stærstu eigenda Kabúl banka.  Þar á meðal eru stjórnarformaður og fyrrum forstjóri bankans.  Bróðir varaforseta landsins er einnig þar á meðal.

Fyrir tveimur vikum fór á stað orðrómur um að æðstu stjórnendur bankans hefðu notað stöðu sína í sína þágu.  Í framhaldinu hættu stjórnarformaðurinn, Sher Khan Farnood, og forstjórinn, Khalilullah Fruz, en saman eiga þeir 28% af hlutafé bankans.