Það verður sífellt erfiðara losa um fjármagnshöft þar sem snjóhengjan hefur stækkað hratt. Eignarhlutur þrotabúanna í nýju bönkunum hefur vaxið um 123 milljarða frá stofnun bankanna. Þetta sagði Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP Banka, á fundi Félags atvinnurekenda í morgun.

Á fundinum var fjallað um eignarhald bankanna í fyrirtækjum og áhrif þess á samkeppni. Sigurður segir að bankarnir sjái síðan um endurskipulagningu fyrirtækja í landinu en yfir 60% fyrirtækja hafa farið beint og óbeint í endurfjármögnun. Bankarnir keyptu upp öll lán þessara fyrirtækja og hafa haft tekjur af þessum eignum. Innlend eignamyndin vex því hratt og eykur snjóhengjuvandann.

VB Sjónvarp ræddi við Sigurð Atla.