Eignir vátryggingafélaga námu 185,6 milljörðum króna í lok febrúar og hækkuðu um 5,5 milljarða eða 3,1% frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í nýjustu tölum frá Seðlabanka Íslands.

Innlendar eignir námu 162,7 milljörðum króna og hækkuðu um 4,4 milljarða milli mánaða. Erlendar eignir námu 22,9 milljörðum króna og hækkuðu um 1,1 milljarða á sama tíma.

Skuldir tryggingafélaga námu 100,3 milljörðum króna í lok febrúar þar sem vátryggingaskuld nam 88 milljörðum og hækkaði um 4,1 milljarð í mánuðinum.  Í lok febrúar nam eigið fé vátryggingafélaga 85,3 milljörðum króna.