Heildareignir tryggingafélaganna námu 171,4 milljörðum króna í lok desember og lækkuðu um 5,6 milljarða á milli mánaða. Þetta kemur fram í nýjustu útreikningum Seðlabankans sem komu út í vikunni.

Útlán og markaðsverðbréf námu 110,6 milljörðum króna þar sem verðtryggð markaðsskuldabréf námu 60,6 milljörðum, hlutabréf 24,7 milljörðum og hlutdeildarskirteini 14,3 milljörðum.

Skuldir tryggingafélaganna námu 83,4 milljörðum króna og lækkuðu um 9,8 milljarða. Vátryggingaskuld nam 75,1 milljarði króna og lækkaði um 10 milljarða. Eigið fé nam 87,9 milljörðum króna í lok desember og jókst um 4,2 milljarða frá fyrra mánuði.