Heildareignir tryggingafélaganna námu 148,6 milljörðum króna í lok nóvember og lækkuðu um rúmar 100 milljónir króna á milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Útlán og markaðsverðbréf námu 98 milljörðum króna og hækkuðu um 842 milljónir króna á milli mánaða. Verðtryggð markaðsskuldabréf hækkuðu um tæpa 2 milljarða króna en útlán lækkuðu um tæpa 1,2 milljarða í nóvember.

Þá kemur fram að skuldir tryggingafélaganna námu 82 milljörðum króna sem er að stærstum hluta vátryggingaskuld eða sem nemur 77 milljörðum króna. Eigið fé tryggingafélaga hækkaði um 1,5 milljarða króna og nam 66,6 milljörðum króna í lok mánaðarins.