Tap Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga nam 207.476 krónum í fyrra, en árið á undan nam tapið 138.140 krónum. Eignir félagsins nema aðeins tæpum 2,3 milljónum króna sem er til marks um það hve hrunið fór stórkostlega illa með félagið, sem var í eigu tuga þúsunda Íslendinga, sem verið höfðu í tryggingaviðskiptum við félagið áður en það hætti tryggingarekstri.

Í árslok 2007 námu eignir félagsins 19,3 milljörðum króna og höfðu verið 37,4 milljarðar í árslok 2006. Eignir félagsins voru fluttar í Gift fjárfestingarfélag, sem tekið var til gjaldþrotaskipta.

Lagastofnun HÍ komst að því árið 2009 að slíta hefði átt félaginu strax árið 1994 en það var aldrei gert. Þess í stað var haldið áfram að fjárfesta fyrir eignir félagsins og meðal eigna Giftar var hlutur í Kaupþingi.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .