*

þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Erlent 31. janúar 2017 20:00

Eignir upp á 1.000 milljarða

Eignir iShares nema nú 1.000 milljörðum dala. Fyrirtækið er leiðandi á sviði kauphallarsjóða.

Ritstjórn

Kauphallarsjóðir eða Exchange Traded Funds eru verðbréfasjóðir sem fylgja þróun kröfu hlutabréfa eða skuldabréfa. Með kauphallarsjóðum geta fjárfestar keypt í undirliggjandi verðbréfum og fylgt ávöxtun eignaflokkanna eftir, með lægri tilkostnaði.

Kauphallarsjóðir hafa rokið upp í vinsældum og í dag er varla til fjármálafyrirtæki sem ekki gefur út mismunandi tegundir af kauphallarsjóðum. Fyrirtæki sem er leiðandi á þessu sviði er iShares, sem er í eigu BlackRock.

Fyrirtækið gefur út ýsmar tegundir kauphallarsjóða, en samkvæmt nýjustu tölum nema eignir fyrirtækisins nú 1.000 milljörðum Bandaríkjadala. Samkvæmt talsmanni fyrirtækisins, hafa fjárfestar sótt í vörur iShares og þá hefur uppgangur síðustu missera ýtt undir arðsemi.

Stikkorð: Markaðir BlackRock iShares