Heildareignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða voru 694,5 milljarðar krón í lok júní og drógust saman um rúma 3,5 milljarða króna í mánuðinum.

Sjóðir og bankainnistæður lækkuðu í mánuðinum um 17,2 milljarða, eða 51,7%. Erlend verðbréfaeign lækkaði í júní um 4,8% á meðan innlend verðbréfaeign hækkaði um 1,7%.

Útgefin hlutdeildarskírteini voru 676,8 ma.kr. í lok júní sem er 1,0% lækkun milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.