Heildareignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða námu 695,9 milljörðum króna í lok desember sl. og höfðu dregist saman um 54,8 milljarða króna frá fyrri mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Eign í innlendum verðbréfum útgefnum af atvinnufyrirtækjum var um 286,3 milljarðar króna og dróst saman um 9,9 milljarða króna frá fyrri mánuði. Tólf mánaða aukning á eign í verðbréfum fyrirtækja var 146,8 milljarðar króna.

Samdráttur í desember 50,5 milljarðar

Af öðrum einstökum eignaliðum sjóðanna í desembermánuði má nefna að samdráttur á fjárfestingum í inn-lánum var 27,2 milljarðar króna og erlend verðbréfaeign minnkaði um 7,2 milljarða króna. Eign sjóðanna í íbúðabréfum jókst um 4,6 milljarða króna í mánuðinum og innlend hlutabréfeign dróst saman um 4,1 milljarð króna. Útgefin hlutdeildarskírteini voru 685,9 milljarðar króna í lok desember eftir 50,5 milljarða króna samdrátt í mánuðinum.