Eignir verðbréfasjóða námu 254,2 milljörðum króna í lok nóvember og hækkuðu um 1,3 milljarða milli mánaða. Eignir fjárfestingarsjóða námu 47,8 milljörðum króna í lok nóvember og hækkuðu jafnframt um 1,3 milljarða króna á milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar kemur jafnframt fram að eignir fagfjárfestasjóða námu 211,9 milljörðum króna í lok nóvember og hækkuðu um 2,1 milljarð í mánuðinum.

Seðlabankinn safnar gögnum frá 9 rekstrarfélögum og er samanlagður fjöldi sjóða 105.

Íslenskir peningaseðlar
Íslenskir peningaseðlar
© Aðsend mynd (AÐSEND)