*

mánudagur, 1. júní 2020
Innlent 12. júlí 2019 09:36

Eignir Wow keyptar úr þrotabúinu

Bandarískir aðilar hafa keypt flugrekstrartengdar eignir Wow air úr þrotabúi félagsins.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Bandarískir aðilar hafa keypt flugrekstrartengdar eignir Wow air úr þrotabúi félagsins. Nafn kaupenda fæst ekki gefið upp en heimildir Fréttablaðsins herma að um fjársterka aðila, með áralanga reynslu úr fluggeiranum sé að ræða.

Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra Wow, staðfestir við Fréttablaðið að uppsett verð hafi verið greitt. Um er að ræða vöru- og myndmerki Wow, lén, hugbúnaður og ýmis annar búnaður hins fallna félags.

Sagt var frá því í fyrradag að tveir fyrrverandi lykilstarfsmenn Wow hafi stofnað félögin WAB og Neo og hygðu á að stofna nýtt flugfélag. Þeir eru ekki í hópi þeirra sem kaupa eignir Wow.

Stikkorð: WOW