Vaxtafundur Seðlabanka Íslands
Vaxtafundur Seðlabanka Íslands
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu tæplega 1.128 milljörðum króna í lok júní og hækkuðu um 2,9 milljarða króna á milli mánaða. Innstæður í Seðlabankanum námu 19,6 milljörðum króna og lækkuðu um 5,6 milljarða króna. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabanka Íslands.

Útlán og eignaleigusamningar námu 929,1 milljörðum króna í lok mánaðarins og hækkuðu um 4,1 milljarða króna. Verðbréfaútgáfa lækkaði um 0,46 milljarða króna og nam 879,9 milljörðum króna. Skuldir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.071,2 milljörðum króna og hækkuðu um 2,6 milljarða króna á milli mánaða og eigið fé nam 56,6 milljörðum króna í lok júní.

Hagtölur ýmissa lánafyrirtækja endurspegla einungis starfandi lánafyrirtæki. Til ýmissa lánafyrirtækja teljast Íbúðalánasjóður, fjárfestingarbankar, eignarleigur, greiðslukortafyrirtæki og fjárfestingarlánasjóðir.