Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu um 1.309 milljörðum króna í lok september og hækkuðu um 4,2 milljarða í mánuðinum.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Útlán og eignarleigusamningar námu 1.134,3 milljörðum króna í lok mánaðarins og hækkuðu um 4,6 milljar frá fyrra mánuði. Innstæður í Seðlabankanum hækkuðu um 700 milljónir króna milli mánaða, fóru úr 17,1 milljarði í 17,8 milljarða króna en kröfur á lánastofnanir lækkuðu um 2,2 milljarða.

Eigið fé nam 74,8 milljörðum króna í lok september og lækkaði um 4,5 milljarða milli mánaða.