*

föstudagur, 10. júlí 2020
Innlent 14. apríl 2018 13:09

Eigum að fagna vaxtastiginu

Seðlabankastjóri segir vaxtastigið erlendis sé skrýtið en ekki Ísland.

Ingvar Haraldsson
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Haraldur Guðjónsson

Már Guðmundsson seðlabankastjóri tekur ekki undir gagnrýni sem komið hefur víða úr íslensku atvinnulífi að vextir hér á landi séu of háir í viðtali við Viðskiptablaðið. „Ég er alls ekki sammála því. Í fyrsta lagi eru vextir á Íslandi í dag í sögulegu lágmarki. Verð­ tryggðir íbúðarlánavextir hafa aldrei verið lægri, verðtryggð ríkisskuldabréf hafa bara einu sinni verið lægri og það var mjög skammlíft. Okkar vextir, ef við tökum tillit til hagsveiflunnar, eru líka í sögulegu lágmarki, og þá tek ég allan tíunda áratug síðustu aldar með í það mat. Það eru ekki við sem erum með skrýtna vexti, það eru evrusvæðið, Bandaríkin og Bretland sem stafar náttúrlega af þeim vandamálum sem þar eru uppi varðandi slaka í hagkerfinu og að einhverju leyti laskað fjármálakerfi og miklar skuldir,“ segir Már.

Þá segir Már að Seðlabankinn geti ekki stýrt raunvaxtastiginu til lengdar. „Þetta er orðið það langt tímabil sem þeir raunvextir sem að hér hafa verið í gangi eru að endurspegla sparnaðarstigið, fjárfestingarstigið og vaxtarkraftinn í þessu hagkerfi sem er meiri en víða annars staðar. Við eigum að fagna þessum vöxtum en ekki vera að velta okkur upp úr því að þeir séu ógurlega slæmir,“ segir Már.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.