Eik Banki skilaði 16 milljóna danskra króna tapi á fyrri helmingi ársins, eða sem nemur tæplega 270 milljónum íslenskra króna. Á sama tímabili í fyrra hagnaðist bankinn um 206 milljónir danskra króna, eða sem nemur 3,46 milljörðum íslenskra króna.

Vaxtatekjur bankans jukust um 90% og námu 663 milljónum danskra króna. Vaxtagjöld bankans meira en tvöfölduðust hins vegar, hækkuðu úr 189 milljónum í 384 milljónir danskra króna.

Uppfærsla skráðra eigna á markaði í bókhaldi hafði einnig í för með sér niðurfærslu um 146 miljónir danskra króna. Í árshlutauppgjöri Eikar segir að mikil lækkun á markaðsvirði eignar bankans í Atlantic Petroleum, sem hefur lækkað um 20,8% tímabilinu, og SPRON, sem hefur lækkað um heil 63.5% á tímabilinu, hafi einna ríkust áhrif þar.

Nánar verður fjallað um uppgjör Eikar Banka í Viðskiptablaðinu á morgun.