Færeyska bankinn Eik þarf að afskrifa hluta skulda og auka greiðslugetu sína. Danska fjármálaeftirlitið og Eik banki eiga nú í viðræðum um lausn mála, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar.

Þar segir að engar kröfur hafi verið gerðar um afskriftir og aukið lausafé að svo stöddu. Það séu þó þau vandamál sem bankinn standi frammi fyrir.

Bankinn ætlar sér að vinna að lausn mála fyrir 30. september næstkomandi. Hann á nú í viðræðum við tvo mögulega fjárfesta, eignarhaldsfélagið TF Holding og færeysku heimastjórnina. TF Holding á tryggingafélagið Føroyar, og hefur eignarhaldsfélagið gefið út viljayfirlýsingu fyrir 400 milljóna danskra króna eiginfjárframlagi.

Hlutabréf Eik banka hafa verið færð á athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu félagsins. Hlutabréf félagsins hafa lækkað um tæplega 25% í dönsku kauphöllinni eftir opnun markaða. Mest lækkuðu bréfin um rúmlega 50% við upphaf viðskipta en hafa rétt aðeins úr kútnum.