Hagnaður Eikar fasteignafélags hf. nam 357 milljónum króna á fyrri helmingi ársins.

Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá félaginu en velta þess var á tímabilinu 806 milljónir króna, sem er 16% aukning frá fyrra tímabili.

EBITDA var 646,1 milljón króna á tímabilinu, sem er 27% aukning en arðsemi eigin fjár var 30,2%.

Í tilkynningunni kemur fram að heildareignir félagsins voru að andvirði 18,78 milljarðar króna en víkjandi vikjandi fjármagn, þ.e. eigið fé, víkjandi lán og tekjuskattsskuldbinding, voru að andvirði 3,95 milljarðar króna. Hlutfall víkjandi fjármagns var 21% og handbært fé frá rekstri var 255 milljónir króna.