Flest félög lækkuðu í kauphöllinni í dag. Mesta lækkunin varð hjá Össuri, 3,46%. Sjóvá-Almennar lækkuðu um 1,86% og N1 um 1,16%. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,44%.

Tvö félög hækkuðu hins vegar, Hagar um 0,25% og Eik um 1,44%. Ársfjórðungsuppgjör Eikar vegna fyrsta ársfjórðungs kom út eftir lokun markaði í gær. Félagið hagnaðist um 879 milljónir á ársfjórðungnum.