Fasteignafélagið Eik hagnaðist um 1.333 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 384 milljónir á sama tíma í fyrra og 646 milljónir á þriðja fjórðungi 2019. Það skýrist helst af því að matsbreytingu sem nam 1,1 milljarði á þriðja fjórðungi en í fyrra var nam hún 350 milljónum. Þetta kemur fram í uppgjöri Eikar sem var birt eftir lokun Kauphallarinnar.

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu um 20% eða úr 1,3 milljörðum í 1,5 milljarða. Leigutekjur félagsins hækkuðu um 1,5% á milli ára og námu 1.925 milljónum króna á tímabilinu júlí-september. Virðisútleiguhlutfall félagsins hefur hækkað um 1,2% frá áramótum og var 93,2% í lok þriðja ársfjórðungs.

Heildareignir félagsins námu 112,9 milljörðum í lok september. Þar af eru fjárfestingareignir að virði 103,5 milljörðum sem skiptast í fjárfestingareignir í útleigu að fjárhæð 100,0 milljarðar, leigueignir 2,4 milljarðar, fjárfestingareignir í þróun milljónir, byggingarréttir og lóðir 448 milljónir.

Eigið fé félagsins nam 36,2 milljörðum í lok september og var eiginfjárhlutfall 32,1%. Heildarskuldir félagsins námu 76,7 milljörðum í lok fjórðungsins, þar af voru vaxtaberandi skuldir 64,5 milljarðar og tekjuskattsskuldbinding 8,4 milljarðar.

Kaupa verslunarhúsnæði Tesla

Eik gekk frá kaupum og fékk afhent Vatnagarða 24 og 26 frá Bernhard ehf. í lok september en báðar eignirnar eru í fullri útleigu til Tesla Motors. Alls er verslunar- og iðnaðarhúsnæðið 2.300 fermetrar að stærð.

Fasteignafélagið seldi á fyrri hlut ársins fasteignir að Fjölnisgötu 3b á Akureyri og Hafnarstræti 4 í Reykjavík ásamt því að kaupa hlut af Síðumúla 15. Í lok september keypti Eik 800 fermetra til viðbótar í Síðumúla 15 og á nú alla eignina við Síðumúla 13-15. Auk þess seldi félagið og afhenti Kirkjubraut 28.

Fasteignir innan Eikar-samstæðunnar eru rúmlega 110 talsins og telja rúmlega 312 þúsund útleigufermetra í rúmlega 650 leigueiningum. Heildarfjöldi leigutaka er yfir 400.