Hagnaður Eikar fasteignafélags á fyrstu tveimur ársfjórðungum ársins var rúmlega 200 milljónir króna en á sama tímabili nam hagnaðurinn um 124 milljónum.

Tekjur fyrirtækisins námu á tímabilinu rúmlega 562 milljónum króna en á sama tímabili í fyrra var veltan 413 milljónir króna.

Það sem af er árinu hafa 8.017 fermetrar bæst í eignasafn Eikar og skipar félagið sér þannig í sæti stærstu fasteignafélags landsins. Tæp 98% af fjárfestingaeignum félagsins eru í útleigu. Heildarverðmæti eigna Eikar er nú meira en 15 milljarðar króna.

Gengistap Eikar fasteignafélags á tímabilinu nam 390 milljónum króna, en á sama tíma jókst markaðsvirði fasteigna félagsins meira en því nemur, þar sem hluti tekna félagsins er í erlendri mynt. Tekjurnar á tímabilinu í erlendum myntum námu 80 milljónum króna.