Það var rautt á flestum vígstöðvum á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag en sex félög hækkuðu í viðskiptum dagsins. Velta með skráð félög nam rúmlega 2,8 milljörðum króna en mest viðskipti voru með bréf í Eik, rétt rúmlega hálfur milljarður, sem jafnframt var það félag sem hækkaði mest eða um 3,55%.

Eik skar sig nokkuð úr hvað hækkun varðar en næst á eftir fasteignafélaginu kom Skeljungur með 1,94% hækkun, í 64 milljóna viðskiptum, og Icelandair hækkaði um 1,43% í 395 milljón króna veltu. Hin félögin sem voru í grænu voru Síminn í tæpu prósenti, Marel um 0,35% og TM sem hækkaði um 0,27% í einnar milljónar viðskiptum.

Mesta lækkun dagsins var hjá Sýn um tæp tvö prósent en þar á eftir kom Arion banki, niður um 1,74% í 448 milljóna veltu. Þá lækkaði Origo um tæpt eitt og hálft prósent í tólf milljón króna viðskiptum. Önnur félög lækkuðu minna. OMXI10 vísitalan lækkaði um 0,10% í viðskiptum dagsins.

Á skuldabréfamarkaði nam veltan tæplega 4,2 milljörðum króna.