*

föstudagur, 23. ágúst 2019
Innlent 14. ágúst 2019 16:50

Eik lækkaði um 2,2%

Verð á hlutabréfum í fasteignafélaginu Eik lækkaði um 2,21% í 161 milljón króna viðskiptum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í fasteignafélaginu Eik lækkaði um 2,21% í 161 milljón króna viðskiptum. Þá lækkaði Reginn næstmest eða um 1,6% í 119 milljóna króna viðskiptum. 

Aðeins tvö félög hækkuðu á markaði í dag og voru það Heimavellir og Icelandair. Heimavellir hækkuðu um 3,3% í 25 þúsund króna viðskiptum en Icelandair hækkaði um 0,38% í 72 milljóna króna viðskiptum. 

Hlutabréfavísitala Aðalmarkaðarins lækkaði um 0,81% en heildarvelta á hlutabréfamarkaðnum nam 1,3 milljörðum króna.