Í síðustu viku var Eik Properties tekið til gjaldþrotaskipta, en var þá búið að skipta um nafn og heitir nú Ehald ehf. Félagið var stofnað 2007 og árið 2008 voru félögin Eik fasteignafélag hf. og Fasteignafélag Íslands ehf. sett undir hatt Eikar Properties. Við þetta var Eik Properties orðið annað stærsta fasteignafélag landsins á eftir Landic Properties og var þá sagt 54 milljarða virði.

Í umfjöllun Morgunblaðsins í dag um gjaldþrotið segir að tap kröfuhafa sé á annan milljarð króna.