Fjárhagsáætlun Eikar fyrir árið 2017 fasteignafélagsins gerir ráð fyrir því að tekjur samstæðunnar verði 7.615 milljónir króna, gjöld 2.604 milljónir króna og EDITDA 5.011 milljónir króna að teknu tilliti til 2,5% meðalverðbólgu á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Gert er ráð fyrir að viðhald og endurbætur nemi 298 milljónum króna á árinu 2017 og að fjárfest verði í núverandi húsnæði fyrir 2.695 milljónum króna. Hægt er að lesa nánar um forsendur útreikninganna hér.

Einnig segir að félagið haldi áfram uppbyggingu á Suðurlandsbraut 8 og 10 í Reykjavík og meðal annarra framkvæmda sem farið verður í á árinu eru á 4. og 5. hæð Ármúla 3 og 2. hæð á Glerártorgi Akureyri. Einnig hefur náðst samkomulag um að tannlæknastofur opni síðar á árinu við hlið Læknastofur Akureyrar sem hófu starfsemi í október 2016. Þá verður jafnframt haldið framkvæmdum áfram við Smáratorg 1 og 3.