Eik fasteignafélag hefur tekið úr gildi afkomuspá félagsins fyrir árið 2020 sem birt var þann 13. febrúar síðastliðinn. Í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar segir að forsendur spárinnar, sem gerði ráð fyrir 8,9 milljarða tekjum og EBITDA upp á 5,7 milljarða, breytist dag frá degi vegna mikillar óvissu um áhrif COVID-19 á íslenskt efnahagslíf og er það mat félagsins að forsendur spárinnar séu brostnar.

Fram kemur í tilkynningunni að árið í ár hafi farið vel af stað og fyrstu tvo mánuði ársins var reksturinn lítillega yfir áætlunum. Útlit sé hins vegar fyrir að mars verði nokkuð undur væntingum enda hafa tekjur Hótel 1919, sem er í eigu Eikar, dregist mikið saman. Leitast hefur verið við að draga úr kostnaði hótelsins og kann því að verða lokað tímabundið. Komi til þess er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður á meðan möguleg lokun vari verði um 10-12 milljónir króna.

Þá hefur Eik einnig frestað aðalfundi félagsins sem fara átti fram þann 2. apríl næstkomandi um óákveðin tíma vegna vegna hertra takmarkana til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Boðað verður til fundarins að nýju með auglýsingu síðar.

Þá segir einnig að stjórn Eikar hafi ákveðið að ljúka endurkaupaáætlun sem hrint var í framkvæmd fyrir 13 dögum síðan. Áætlað var að kaupa allt að 75 milljónir hluta og að hámark endurkaupanna yrði 500 milljónir króna.

Á grundvelli endurkaupaáætlanarinnar voru samtals keyptir 7,5 milljónir hluta eða um 10% af hámarki og nma kaupverð þeirra 46,2 milljónum króna