Eimskip hækkaði um tæp 16% í 11,4 milljarða viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Markaðsvirði Eimskipa í gær var rúmlega 32 milljarðar króna við lok viðskipta í gær en stendur nú í 37 milljörðum króna.

Næst mest hækkun var hjá N1 en félagið hækkaði um 2,91% í 160 milljóna króna viðskiptum.  Þá lækkaði Arion banki mest í viðskiptum dagsins eða um 6,21% í 9 milljóna króna viðskiptum.

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 0,70% í viðskiptum dagsins.