Uppgjörsvertíðin í Kauphöllinni hefst í dag eftir lokun hlutabréfamarkaðar en þá birtir HF Eimskipafélag Íslands uppgjör 4. ársfjórðungs, segir greiningardeild Glitnis.

?Rekstrarár félagsins hefst reyndar í byrjun nóvember og því er um rekstur tímabilsins ágúst, september og október að ræða,? segir hún og spáir 141 milljón dollara hagnaði eða um 9,9 milljörðum króna.

?En afkoman markast af söluhagnaði Charter & Leisure og 51% í Avion Aircraft Trading (AAT) sem við áætlum að hafi numið 170 milljón dollara (11,9 milljarðar króna) fyrir skatta. Sé litið framhjá téðum söluhagnaði hefur rekstur félagsins verið í járnum á fjórðungnum.

Við reiknum með að rekstrartekjur fjórðungsins hafi numið 271 milljón dollara (án söluhagnaðarins) og að EBITDA að meðtöldum söluhagnaði hafi numið 200 milljónum dollara,? segir greiningardeildin.

Hún segir að framundan er ár endurskipulagningar innan samstæðunnar, einkum á fyrri hluta ársins, sem mun, að mati greiningardeildar, skila sér í batnandi framlegð á seinni helmingi ársins. ?Við mælum með yfirvogun á bréfum Eimskipafélagsins,? segir greiningardeildin.