Eimskip hefur gengið frá kaupum á 30% hlut í litháska skipafélaginu Kursiu Linija, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Þessi hluti kemur til viðbótar 70% hlut sem Eimskip eignaðist fyrr á árinu og hefur félagið því eignast Kursiu Linija að fullu.

Heildarkaupverð hluta Kursiu Linija nemur 8 milljónum evra (um 712 milljónir króna). Eimskip fjármagnar kaupin með eigin fé, segir í tilkynningunni.

Rekstur Kursiu Linija kom inn í reikninga Eimskips á fjórða ársfjórðungi eða frá 1. ágúst síðastliðnum, en uppgjörstímabil Eimskips er frá 1. nóvember til 31. október.

Kursiu Linija er með fimm skip í rekstri með flutningsgetu frá 300-650 teus. Árið 2001 var ákveðið að fjárfesta í 45 feta gámum til viðbótar við hefðbundna 20 og 40 feta gáma til styrkja stöðu fyrirtækisins í samkeppni við landflutningafyrirtæki. Heildarflutningsgeta gámaflotans er um 5.000 teus.