Yfirvöld í Bandaríkjunum gætu meinað skipum Eimskips að sigla héðan til Bandaríkjanna finnist laumufarþegi í skipinu. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, hefur áhyggjur af málinu og hefur sent innanríkismálinu bréf þar sem óskað er eftir aðgerðum af hálfu innanríkisráðuneytis til að koma í veg fyrir að laumufarþegar komist um borð í skip Eimskips. Bréfið var sent um miðjan júlí og hefur ekkert svar borist frá ráðuneytinu.

Í bréfinu kemur fram að finnist laumufarþegi um borð í skipi Eimskips í Bandaríkjunum gætu háar fjársektir verið lagaðar á félagið, hætt sé á handtöku skipstjóra og möguleiki á að skip félagsins verði kyrrsett með tilheyrandi kostnaði. Gylfi segir jafnframt að beinum siglingum á milli Íslands og Norður-Ameríku sé ógnað.

Fréttablaðið skrifar um bréf Gylfa í dag og hefur upp úr því að yfirvöld í Ameríku geti mögulega ályktað sem svo að siglingaleiðin sé ótrygg og gert kröfu til þess að vörur milli Íslands og Norður-Ameríku yrðu fluttar í gegnum hafnir á meginlandi Evrópu, s.s. um Rotterdam. Það geti haft mikinn kostnað í för með sér fyrir útflytjendur.