Ágóði EImskips af sölu eigin bréfa í hlutafjárútboðinu sem hefst í dag getur í mesta lagi orðið 1.330 milljónir króna ef öll sex milljón eigin bréf verða seld á verðinu 225 krónur á hlut. Ágóði félagsins af útboðinu, ef einhver, verður nýttur til að efla sjóðsstöðu félagsins og í almennan rekstur.

Þetta kemur fram í samantekt skráningarlýsingar sem birt var í gærkvöld. Enn fremur kemur fram að kostnaður sem hlýst af því að fá hlutabréf félagsins tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar er áætlaður um 227 milljónir króna. Félagið ber allan þann kostnað.