Eimskip greiddi fyrir gistingu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, þegar hann fór til Portland í Maine í Bandaríkjunum í fyrrasumar. Þetta kemur fram í Reykjavík vikublaði. Forsetinn tók meðal annars þátt í viðskiptaþingi í ferðinni, fundaði með ríkisstjóra og tók þátt í atburðum vegna upphafs siglinga Eimskips til Portland. Kostnaður var þó í lágmarki samkvæmt svari Ólafs William Hand, forstöðumanns kynningar- og markaðsdeildar Eimskips við fyrirspurn blaðsins.

Eins og fjallað var um á dögunum þá spurðist Svandís Svavarsdóttir fyrir um ferðakostnað forsetans á Alþingi á dögunum. Kostnaður forsetaembættisins vegna ferðarinnar til Portland nam 351.494 krónum.