Heildarvelta á markaðnum í dag nam tæpum fjórum milljörðum, þar af nam velta með hlutabréf 490 milljónum króna.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,13% í dag og var lokagildi hennar 1,529.72 stig. Hún hefur hækkað um 16,7% frá áramótum.

Hlutabréfaverð Eimskip hækkaði mest í dag, eða um 1,32% í 93 milljón króna viðskiptum. TM hækkaði um 0,96%, Össur um 0,8%, Vís um 0,47%, Reitir um 0,43% og Hagar um 0,14%.

Nýherji lækkaði mest í dag eða um 1,25% í milljón króna veltu, Marel lækkaði um 1,01%, Sjóvá um 0,84%, HB Grandi um 0,77% og Reginn um 0,63%, N1 lækkaði um 0,24%.