Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,32% í 650 milljóna króna viðskiptum dagsins. Fór hún niður fyrir 1.700 stiga múrinn og er lokastaða hennar nú 1.698,34 stig. Aðalvísitala Skuldabréfa lækkaði einnig, eða um 0,08% í 1.339,98 stig í 4,8 milljarða viðskiptum.

Eimskipafélagið hefur hækkað mest annan viðskiptadaginn í röð, eða um 2,95%, nú í 129 milljón króna viðskiptum. Voru það jafnframt mestu viðskiptin í kauphöllinni í dag með bréf í einu félagi, en gengið náði nú 279,00 krónum á hvert bréf.

Fyrir utan bréf Eimskipa hækkuðu einungis bréf í Símanum og Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone í virði í viðskiptum dagsins, eða um 1,30% og 0,55%, en hvort tveggja í litlum viðskiptum.

Mest lækkun var á gengi bréfa Icelandair Group, eða um 1,96% í 61 milljón króna viðskiptum. Fór gengið niður í 36,25 krónur. Næst mest lækkaði gengi bréfa Reginn, eða um 1,23% í 50 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 24,05 krónur.