Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,19% í viðskiptum dagsins. Heildarvelta á mörkuðum nam 9,75 milljörðum. Þar af var velta á hlutabréfamarkaði 862,9 milljónir og velta á skuldabréfamarkaði tæpar 8,9 milljarðar.

Gengi bréfa Eimskipafélags Íslands hækkaði mest eða um 2,05% í 194 milljón króna viðskiptum. Næst mest hækkun var á gengi bréfa Tryggingarmistöðvarinnar en þau hækkuðu um 0,9% í tæplega 28,6 milljón króna viðskiptum.

Mest lækkun var á gengi bréfa Marels en lækkunin nam 0,41% í 95,2 milljón króna viðskipum. Einnig lækkaði gengi bréfa Símans um 0,33% í ríflega 25 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði lítillega í dag í 7,4 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% í 0,7 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,3% í 5,8 milljarða. viðskiptum.

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði lítillega í dag í 8,1 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 0,7 milljarða viðskiptum.