*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 19. júlí 2018 13:23

Eimskip hækkar um 16%

Gengi hlutabréfa Eimskip hækkaði töluvert þegar tilkynnt var um hver kaupandi á 25% hlut í fyrirtækinu væri

Ritstjórn

Gengi hlutabréfa Eimskip hefur hækkað um rúmlega 16% það sem af er þessum degi. Fyrr í dag var greint frá því að bandaríska fjárfestingafélagið The Yucaipa Company hefði selt um 25% hlut sinn í félaginu og fóru þau viðskipti fram á 220 krónum á hlut en gengi bréfa Eimskip var 201 króna við lokun markaða í gær. Í þeirri tilkynningu var hins vegar ekki greint frá því hver kaupandi bréfanna væri. 

Við opnun markaða í morgun hækkuðu bréf félagsins um rúmlega 10% í samræmi við kaupverð bréfanna í sölu The Yucaipa Company. Bréf félagsins hækkuðu hins vegar um 6% til viðbótar þegar tilkynnt var að Samherji Holding ehf. væri kaupandi bréfanna eins og sjá má hér (tíminn er sænskur) en tilkynnt var um hver kaupandinn var kl 11:23. Það félag er eins og nafnið gefur til kynna systurfélag Samherja hf. sem er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Félagið var auk þess fimmta veltuhæsta fyrirtæki á Íslandi árið 2016 með um 85 milljarða króna veltu og nam hagnaður samstæðunnar það ár rúmlega 14 milljörðum króna. 

Stikkorð: Eimskip
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is