*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Innlent 3. janúar 2019 15:25

Eimskip hættir siglingum til Świnoujście

Skipt er um fastan viðkomustað í siglingum Eimskipafélagsins til Póllands sem og tíðni siglinga til Rotterdam er aukin.

Ritstjórn

Eimskipafélag Íslands hefur gert breytingar á siglingaáætlun sinni til Póllands, og mun félagið hefja fastar viðkomur í borginni Gdynia, og á sama tíma hætta viðkomum í Świnoujście. Segir félagið tilraunasiglingar síðasta haust til áðurnefndu borgarinnar hafi mælst vel fyrir í fréttatilkynningu.

„Aðrar breytingar á siglingaáætlun Eimskips eru þær að Gula leiðin mun koma við í Immingham á fimmtudögum í staðinn fyrir Gráu leiðina. Þá mun Gráa leiðin koma við aðra hvora viku í Rotterdam, sem er viðbótar viðkoma við núverandi siglingakerfi. Viðkomur á Akureyri verða nú aðra hvora viku líkt og á Ísafirði, Sauðárkróki og Húsavík.“