*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 18. nóvember 2011 18:08

Eimskip hagnast

Hagnaður Eimskipafélagsins nam 800 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi

Ritstjórn

Hagnaður Eimskipafélagsins nam 800 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi.  Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins 300 milljónum króna.

Flutningamagn í siglingakerfum félagsins jókst um tæp 11% á milli ára á tímabilinu. Hagnaðurinn fyrstu níu mánuði ársins var um 2 milljarðar króna. 

Gylfi Sigfússon, forstjóri félagsins, segir í tilkynningu að afkoma félagsins sé umfram væntingar og flutningamagnið hafi aukist á milli ára.

Um 1250 manns starfa hjá Eimskip og er félagið með starfssemi í 16 löndum.