EBITDA Eimskips nam 4,6 milljörðum króna eða 31,6 milljónum evra á síðasta ársfjórðungi samkvæmt afkomuviðvörun sem félagið gaf frá sér nú fyrir skemmstu.

Fyrri spá félagsins, sem gefin var út fyrir slétt mánuði, gerði ráð fyrir EBITDA á bilinu 26,7 – 29,7 milljónum evra eða um 4,1 milljarði króna. Á sama fjórðungi árið áður nam EBITDA 14,9 milljónum evra.

Helstu ástæður hækkunarinnar eru sagðar óvenju mikil umsvif yfir hátíðirnar og betri framlegð en gert hafi verið ráð fyrir, sér í lagi í útflutningi frá Íslandi. Afkoma af starfseminni í Noregi og í alþjóðlegri fluningsmiðlum hafi auk þess verið umfram væntingar.

Rekstrarniðurstaðan kom í ljós við vinnslu stjórnendauppgjörs fyrir desember, en enn er unnið að uppgjöri síðasta árs, og því gerður fyrirvari um að ofangreindar tölur kunni að breytast.