Gengi hlutabréfa Eimkips hækkaði um 1,48% í tæplega 350 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag. Félagið birti uppgjör eftir lokun markaða í gær og sýnir það samdrátt á milli ára. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Marel um 0,78%, Icelandair Group um 0,31% og Regins um 0,29%.

Á móti féll gengi bréfa tryggingafélagsins VÍS um 2,25% í rétt rúmlega 190 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Vodafone um 1,755, TM um 1,11% og Haga um 0,8%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,1% og endaði hún í 1.195 stig. Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu 1.180 milljónum króna. Mest voru viðskipti með bréf Eimskips.